Skip to product information
1 of 1

Guðrún Ólöf

9. mars - Námskeið í peysuprjón - fimmtudagar

9. mars - Námskeið í peysuprjón - fimmtudagar

Regular price 29.000 kr
Regular price 29.000 kr Sale price 29.000 kr
Sale Sold out
Tax included. Shipping calculated at checkout.

Viltu læra að prjóna peysu?   Gerum þetta saman 

Prjónum saman 4 kvöld með heimavinnu. 

Þetta námskeið hentar öllum sem kunna grunnatriðin eins og slétt og brugðin og fitja upp en vilja bæta við sig þekkingu. 

Þetta námskeið er hugsað fyrir alla sem hafa áhuga á að verða betri prjónarar.

Námskeiðin eru 4 kvöld –  frá kl: 18:00 – 21.00

(Fimmtudagskvöld)

Dagsetningar:  9. mars, 16. mars, 23, mars og 30. mars.

Innifalið í námskeiði er kennsla, uppskrift og fræðsluefni og léttar veitingar.

Grunnur sem þú þarft að kunna er uppfit, prjóna slétt og brugðið og fella af.  Það sem kennt verður á námskeiðinu:

  • Lögð verður áhersla á að kenna að prjóna flík að ofanverðu og auka út lykkjur yfir bol
  • Stroff prjónað með ítalskri aðferð
  • Prjóna með þremur þráðum
  • Lesum yfir prjónauppskrift
  • Taka upp lykkjur á ermum
  • Fella af lykkjur á ermum
  • Auka út til vinstri og hægri M1L og M1R
  • Að lykkja saman undir ermum
  • Fella af prjóni
  • Frágangur

Flíkin er prjónuð frá byrjun til enda með heimavinnu.

Nemendur þurfa að hafa meðferðis:

12 dokkur af Mohair garni, prjónað er með þremur þráðum.

Prjónfestan: 14 L á 10 cm.

Prjónar nr. 4,5mm 40 cm , 6mm 60 cm og 4,5 sokkaprjóna.

 Garn og hringprjóna er hægt að kaupa á staðnum.  Nemendur fá 15 % aflslátt á garni og prjónum á meðan námskeiði stendur.  Gott er að skoða garn áður ( á síðunni).

Happy sweater prjónuð

Kennari: Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir

Ef spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband og ég mun svara eins fljótt og auðið er á gudrun@gudrunolof.com

 Mörg stéttarfélög veita félagsmönnum námskeiðs eða tómstundastyrki.

View full details