Guðrún Ólöf
Námskeið í peysuprjón
Couldn't load pickup availability
Viltu læra að prjóna peysu? Gerum þetta saman / samprjón
Prjónum saman þrjú kvöld með heimavinnu. Fræðsluefni mun fylgja eftir námskeið.
Ef þú ert óöruggur prjónari, hefur ekki prjónað í mörg ár en kannt undirstöðuatriðin, hefur kannski aldrei prjónað flík áður eða vilt auka þekkingu þína - þá er þetta rétta námskeiðið fyrir þig
Þetta námskeið er hugsað fyrir alla sem hafa áhuga á að verða betri prjónarar.
Námskeiðin eru 3 kvöld – frá kl: 19.30 – 22.00
(Fimmtudagar)
Dagsetningar 5. maí, 12. maí og 19. maí
Innifalið í námskeiði er kennsla, uppskrift, enskar prjóna þýðingar, fræðsluefni og léttar veitingar.
Grunnur sem þú þarft að kunna er uppfit, prjóna slétt og brugðið og fella af. Það sem kennt verður á námskeiðinu / fer eftir valinni uppskrift.
- Lögð verður áhersla á að kenna að prjóna flík að ofanverðu og auka út lykkjur yfir bol
- Ítalskt uppfit /fer eftir uppskrift
- Ítalskt stroff prjón/ fer eftir uppskrift
- Stuttar umferðir / Short rows
- Prjóna mynstur með tveimur litum/ fer eftir uppskrift
- Lesum yfir prjónauppskrift
- Taka upp lykkjur á ermum
- Fella af lykkjur á ermum
- Auka út vinstri og hægri/ fer eftir uppskrift
- Að lykkja saman undir ermum
- Fella af prjóni
- Frágangur
Flíkin er prjónuð frá byrjun til enda með heimavinnu.
Nemendur þurfa að hafa meðferðis: Garn og hringprjóna - hægt að kaupa á staðnum. Nemendur fá 15 % aflslátt á garni á meðan námskeiði stendur.
1. peysa tveir litir / Badger & Bloom
Garn: Hipknit Wool eða Snefnug eða annað garn sem hentar prjónfestu 16L / 25umf.
Prjónar nr: 3,5 mm, 40cm / 5 mm, 60cm / 6 mm, 60cm.
2. Sweater no 9
Garn: Hipknit wool og Hipknit mohair saman eða annað garn sem hentar prjónfestu 14 L / 19 umf.
Kennari: Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir
Ef spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband og ég mun svara eins fljótt og auðið er á gudrun@gudrunolof.com

