Um mig

 

Guðrún Ólöf heiti ég og er fædd og uppalin í Reykjavík. Móðir og amma á Seltjarnarnesi. Mikill fagurkeri, hugmyndasmiður sem elskar handverk.

 

Ég byrjaði að prjóna 12 ára með ömmu sem sýndi mér einstaka þolinmæði og kenndi mér grunninn.                                                                                                                           

Hannaði mína fyrstu peysu 15 ára sem vakti athygli fyrir óvenjulega og fallega litasamsetningu, það efldi mig í að hanna mínar eigin flíkur. Byrjaði svo fyrir alvöru að prjóna þegar ég var ófrísk af mínu fyrsta barni 1994. Þá var ekki aftur snúið og hef ég prjónað allar götur síðan. 

Prjón fyrir mig er rými til að slaka á, draga úr streitu, endurhlaða og gefa sköpunargleðinni lausan tauminn. Mig langar að kenna sem flestum að prjóna frá grunni og takast á við flóknari verkefni.

Allir geta lært að prjóna og er það auðveldara en margur heldur. Ég býð upp á námskeið fyrir byrjendur og lengra komna í rólegu og persónulegu umhverfi fyrir einstaklinga og hópa.

 Það veitir mér mikla ánægju að sjá þegar fólk nær helstu undirstöðuatriðum í prjóni og sjá hvernig áhugi vex við að skapa sitt eigið. Með þessari síðu vil ég búa til samfélag fyrir alla fagurkera og prjónaunnendur.