Tivoli - uppskrift
Tivoli - uppskrift
Þessi peysa er prjónuð ofan frá og niður. Í fyrstu er hún prjónuð fram og til baka þar sem byrjað er á bakstykki og svo eru lykkjur fyrir framstykki teknar upp frá bakstykkinu. Ermalykkjur koma svo þar í framhaldi. Þegar komið er fram fyrir hálsmál er peysan prjónuð í hring.
Peysan er mjög létt þar sem hún er prjónuð úr þreföldu mohairi. Peysan er hugsuð þannig að hún sé frekar víð, 15-30cm umfram mælda yfirvídd. Að sjálfsögðu getur þú haft hana alveg eins og þér líkar best. Best er að horfa á yfirvíddina þegar þú velur stærð sem hentar þér.
Gangi þér vel og góða skemmtun.
Stærðir 1 - 2 - 3 - 4 - 5 - 6 - 7 - 8
Yfirvídd 105-110-116-121-127-130-141-145cm
Prjónafesta 15Lx22 umf. samsvarar 10x10cm
Peysan er prjónuð á 5mm hringprjón (40cm, 80-100cm) en stroff á 4mm prjóna bæði hringprjón og sokkaprjóna.
GARN
Hipknit Mohair og Majo Pearl mohair frá gudrunolof.com
Aðallitur: Fairytale pink (Hip Mohair) 150-175-175-175-175-200-200-225gr
Litur 2: Nougat (Hip Mohair) 50-50-75-75-75-75-75-100gr
Litur 3: Poppy (Majo) 50-50-75-75-75-75-75-100gr
Þegar gengið hefur verið frá greiðslu, þá færðu tölvupóst með hlekk þar sem hægt er að sækja og vista uppskriftina.